golfþjálfunMikil þörf á sérhæfðri þjálfun golfara
Síðastliðið haust fóru Davíð Kristinsson og Haraldur Magnússon út til San Diego í tvær vikur til að nema það nýjasta á sviði golfþjálfunar.
Kveikjan að ferðinni var að Haraldur, sem er osteópati (hrygg- og liðskekkjufræðingur), var að fá til sín fjöldann allan af kylfingum sem áttu við þrágjörn meiðsli að stríða. Eftir að hafa lesið rannsóknir um meiðsli kylfinga var það ljóst að fáar íþróttir hafa jafn háa meiðslatíðni og golf. Ein af ástæðunum fyrir þessu tíðu meiðslum er að kylfingar líta almennt ekki á sig sem íþróttamenn sem þurfi að stunda styrktarþjálfun til að undirbúa líkama sinn fyrir kröfur íþróttarinnar.

Þeir félagar ákváðu að fara á erlenda grund og reyna að finna lausn á þessum málum og varð námskeið hjá CHEK Institute fyrir valinu. En sú stofnun er talin vera ein fremsta á sviði þjálfunar og endurhæfingar og blandar þessum tveimur þáttum saman á áhrifaríkan máta til að fyrirbyggja meiðsli og hámarka árangur.
Á námskeiðinu var farið yfir af hverju hefðbundin æfingarkerfi eru þvert á móti hentug fyrir kylfinga, hvar og hvernig kylfingar meiðast, líkamsgreiningu og liðleikaprófun, að semja æfingarkerfi sem tekur mið af líkamsástandi viðkomandi og golfsveiflunnar og síðast en ekki síst sérhæfðar upphitanir og teygjur fyrir kylfinga.
Eftir að hafa setið inni í herbergi frá morgni til kvölds á námskeiðinu á meðan sólin skein úti í 30 stiga hita sannfærðust þeir félagar um að kylfingar væru íþróttamenn og það er ekki að ástæðulausu sem meiðsli meðal þeirra eru jafn algeng og raun ber vitni.

Fjallað er um sértæka golfþjálfun á golfthjalfun.is