
Kristjana Huld Kristinsdóttir hefur verið að stimpla sig inn í raðir fremstu keppenda á alþjóðlegum mótum á þessu ári. Um síðastliðna helgi keppti hún á Grand Prix móti á Möltu þar sem hún hafnaði í þriðja sæti.

Fyrr í sumar sigraði hún sinn flokk á English Grand Prix og náði bronsi á Diamond Cup í Luxembourg. Hún hefur því verið að blanda sér í baráttuna um efstu sætin á alþjóðlegum mótum það sem af er þessu ári. Á síðasta ári hafnaði hún í 12. sæti á heimsmeistaramótinu sem er fyrir þá sem ekki vita frábær árangur í ljósi fjölda keppenda sem stíga þar á svið og berjast um þátttökurétt á þessum mótum.