Á hverju ári er valinn Þrekmeistari ársins sem fær veglegan farandbikar. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir var valin Þrekmeistari ársins en hún hefur náð frábærum árangri á undanförnum Þrekmeistaramótum að öðrum ólöstuðum.
Kristjana bætti eigið Íslandsmet á Bikarmóti Þrekmeistarans á síðasta ári, sigraði tvenndarkeppni ásamt Vikari Sigurjónssyni, var í sigurliði 5 frækinna sem sigraði liðakeppni kvenna og sigurliði Dirty nine sem sigraði liðakeppni 39 ára og eldri auk þess að setja Íslandsmet. Á Íslandsmótinu síðasta haust sigraði hún aftur opinn flokk kvenna og vann um leið flokk 39 ára og eldri og endurtók leikinn með liðinu 5 fræknum og Dirty nine þegar þær sigruðu liðakeppnirnar.
Kristjana vel að því komin að hampa titlinum Þrekmeistari ársins.