Flestir eru farnir að taka kreatín monohydrate hvort sem þeir eru atvinnumenn í íþróttum eða skrifstofublækur sem grípa tvisvar í viku í lóð. Það var því kominn tími til þess að gerð væri langtíma rannsókn á árangri og öryggi kreatíns. Hópur sem stundaði bandarískan fótbolta var látinn innbyrða 15.75 gr af kreatíni í glúkósalausn, taurine, salt og kalíumfosfat í 28 daga. Á meðan því stóð stunduðu mennirnir viðnámsþjálfun og sprett- og viðbragðsþjálfun. Í lok tímabilsins höfðu þeir sem tóku kreatín búnir að auka mest við sig í fitulausum massa, meiri styrk og höfðu náð 51% aukningu í sprettum miðað við íþróttamenn sem höfðu ekki fengið kreatin. Í blóðrannsóknum kom fram að allar mælingar á því voru innan eðlilegra marka og magn ensíma sýndi fram á að taka kreatíns hafði ekki aukið álag á lifrina. Engir íþróttamenn tilkynntu aukaverkanir.

Kreidger RB, Ferreira M, Wilson M, et al. Effects of creatine supplementation o­n body composition, strength and sprint performance. Med Sci Sports Exer 1998; 30; 73-82.