brusiLíkaminn framleiðir vaxtarhormón sem hefur því hlutverki að gegna að nýta fitu og stuðla að nýmyndun vöðvaprótína. Mataræði og æfingar hafa bein áhrif á framleiðslu líkamans á þessu mikilvæga hormóni fyrir vöðvauppbyggingu. Breskir vísindamenn við Háskólann í Bath komust að því að með því að borða kolvetna- og mysuprótínríka máltíð á milli tveggja erfiðra 90 mínútna æfinga jókst vaxtarhormónaframleiðslan meira en þegar fyrst og fremst kolvetni voru uppistaðan í máltíðinni. Testósterónmagn mældist auk þess 50% hærra á eftir kolvetna- og mysuprótínmáltíð.

Erfiðar æfingar, kolvetni og mysuprótín virkja efnaskiptaleiðir í líkamanum sem stuðla að aukinni framleiðslu á vaxtarhormóni. Fyrir vikið notar líkaminn frekar fitu sem brennsluforða og nýmyndun vöðvaprótína eykst.

(International Journal of Sports Nutrition and Exercise Metabolism, vefútgáfa 19. nóvember 2012)