Bakteríur: Hægt er að matreiða kartöflur á ýmsan máta. Líklega ættirðu þó að láta nægja að þvo þær í stað þess að flysja þær. Bandarískir vísindamenn við Miami Háskólann í Ohio hafa uppgötvað efni í kartöfluflusi sem hindrar bakteríur í að festast við heilbrigðar frumur og valda þannig sjúkdómum. Þetta efni í kartöfluflusinu gerir kleift að skola bakteríunum út úr líkamanum í stað þess að þurfa að drepa þær með sýklalyfjum.