Þegar fólk sveltir sig og er á hitaeiningalitlu mataræði verður það oft andfúlt vegna þess að ketónar myndast í líkamanum. Líkaminn framleiðir ketóna þegar hann á erfitt með að breyta fitu í orku. Karnitín er mikilvægt efni fyrir líkamann vegna þess að hraðar fituefnaskiptum. Yfirleitt eru nægar birgðir af karnitíni í líkamanum en þegar menn eru á hitaeiningalitlu mataræði er hugsanlegt að ekki sé nóg af karnitíni til þess að vinna úr fitunni. Kínverskir vísindamenn gáfu rottum sem voru hálf-sveltar karnitín en þær höfðu verið á fituríku mataræði. Nýting þeirra á fitunni jókst og þær framleiddu minna af ketónum þegar þær fengu karnitín. Rannsókn kínversku vísindamannana bendir til þess að karnitín geti verið gagnlegt fyrir þá sem eru á hitaeiningalitu mataræði til þess að léttast og losna við fitu.