Alls kepptu 115 keppendur á Norðurlandamóti IFBB í fitness og vaxtarrækt sem fór fram um helgina í Háskólabíói. Mikil spenna lá í loftinu þegar meistarar í fitness og vaxtarrækt stigu á svið. Íslendingar stóðu uppi sem gullverðlaunahafar í þremur flokkum. Karen Lind Thompson varð Norðurlandameistari í sínum flokki í módelfitness og varð auk þess heildarsigurvegari í módelfitness. Rannveig Kramer varð Norðurlandameistari í fitnessflokki kvenna undir 168 sm auk þess sem hún hafnaði í öðru sæti í heildarkeppninni við hina sigurvegarana. David Harmodio Rivas Ortega sem keppti í undir 80 kg flokki í vaxtarrækt varð sömuleiðis Norðurlandameistari. Mörgum öðrum Íslendingum gekk einnig vel á mótinu sem var gríðarlega spennandi. Alls kepptu 38 Íslendingar á mótinu en úrslitin fara hér á eftir. Gengi Íslendingana verður að teljast mjög gott þar sem þrjú gull og fjöldi keppenda í verðlaunasætum gefur sterklega til kynna hversu vel þessar keppnisgreinar standa hér á landi.
Gyða Henningsdóttir (www.gyda.is) fangaði mörg skemmtileg augnablik á mótinu um helgina og myndirnar hennar tala sínu máli.
Fleiri myndir verða birtar síðar – á mánudagskvöld.
Nordic Championships 2014 – Results (PDF version)