
Tveir íslendingar kepptu um helgina á Oslo Grand Prix mótinu í fitness og vaxtarrækt. Inga Hrönn Ásgeirsdóttir sem keppti í fitnessflokki undir 168 sm og hinn þrautreyndi Magnús Bess Júlíusson sem keppti í vaxtarrækt.

Inga sigraði -168 sm hæðarflokkinn og heildarkeppnina í fitnessflokkum kvenna og Magnús Bess náði þriðja sæti í +95 kg flokki í vaxtarrækt og fjórða sæti í öldungaflokki. Magnús er því aldeilis ekki hættur að safna bikurum í vaxtarræktinni á sínum langa ferli.
Fjöldi keppenda tók þátt á mótinu og íslendingarnir mega því vera mjög sáttir með árangurinn á Oslo Grand Prix.
Magnús og Inga keppa bæði á Íslandsmótinu í fitness sem fer fram í Háskólabíói um páskana.