Gefin hafa verið út 150 mínútna viðmið sem æskilegan lágmarkstíma sem varið er í hreyfingu eða æfingar í hverri viku. Þeir sem æfi eða hreyfi sig meira en þetta séu í ágætum málum en hinir séu hættulega nálægt því að falla í kyrrsetuflokkinn. Það að hreyfa sig í 150 mínútur samtals á viku í einhverjum hressilegum æfingum er ekki mikið og því er spurningin hvað er gert þess á milli? Samkvæmt rotturannsókn sem gerð var við Heilbrigðismiðstöð Minneapolis fitnuðu rottur minna ef þær hreyfðu sig meira en aðrar í daglegri hvatvísri og viðstöðulausri hreyfingu. Þetta styður það að við ættum að vera duglegri við að ganga í stað þess að nota bílinn, taka stigann þó lyfta sé í boði og hætta að rembast við að leggja bílnum alltaf sem næst áfangastað. Lögmálið um að margt smátt geri stórt á hér við. Með því að venja sig á að hreyfa sig sem mest í öllu sem gert er yfir daginn verður heildarbrennslan meiri og aukakílóin halda sig frekar fjarri. Þetta á ekki síst við um börnin okkar.

(International Journal of Obesity, 36: 603-613, 2012) 890-896, 2012)