Erfiðar æfingar stuðla að auknu hlutfalli brúnnar fitu í líkamanum. Brúna fitan losar um meiri orku en sú hvíta þar sem orkan fer frekar út sem hiti í stað þess að fara í forða. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Sanford Burnham heilbrigðisrannsóknamiðstöðina í Orlando eru tengsl á milli æfinga og aukins hlutfalls brúnnar fitu í líkamanum sem og natriuretic-peptíð hjartahormónsins. Starfsemi hjartans er  nátengd efnaskiptum líkamans og því kemur ekki á óvart að hjartað eigi þátt í orkubúskap líkamans.
(Fréttatilkynning frá Sanford-Burnham heilbrigðisrannsóknamiðstöðinni, 6. febrúar 2012)