BPA eða bisfenól er efni sem notað er í plast af ýmsu tagi. Efnið hefur verið bendlað við offitu, krabbamein, ófrjósemi og skjaldkirtilsvandamál svo eitthvað sé nefnt – og þykir nú sumum nóg um. Nokkrar rannsóknir hafa sömuleiðis sýnt fram á að efnið trufli hormónastarfsemi og hormónaviðtaka. Franska rannsóknarmiðstöðin í landbúnaði komst að þeirri niðurstöðu að BPA kemst í gegnum húðina. Gjaldkerar í verslunum mælast með mest magn þessa efnis vegna þess að pappír í kassakvittunum er helsta uppspretta BPA. Efnið er lyktarlaust og ósýnilegt og fólk verður því ekki vart við að hafa komist í snertingu við þetta hættulega efni.

Skemmst frá að segja er BPA áhrifaríkt eitur sem finna má í umhverfi okkar og hefur helst áhrif á hormón sem hafa hlutverki að gegna sem varða frjósemi, matarlyst og þyngdarstjórnun.

Á síðasta ári varaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna við áhrifum BPA á heila, hegðun og kynþroska barna í móðurkviði. Í Kanada er stutt síðan BPA var skilgreint sem hættulegt eiturefni fyrir umhverfið. Skemmst frá að segja er BPA áhrifaríkt eitur sem finna má í umhverfi okkar og hefur helst áhrif á hormón sem hafa hlutverki að gegna sem varða frjósemi, matarlyst og þyngdarstjórnun. Fréttir af áhrifum þessa efnis hafa ekki farið hátt hér á landi þó að þetta sé ekki fyrsta greinin sem Fitnessfréttir skrifa um þetta mál. Helst hefur borið á umræðu um áhrifum plasts á estrogen og verið vísað til þess í léttum dúr að plast sé að breyta körlum í konur. Alvarleiki málsins er hinsvegar allt annað en gamanmál og erlendis hafa fyrirtæki endurskoðað framleiðsluferli á hinum ýmsu vörum með hliðsjón af aukinni vitneskju um hættuleg áhrif BPA. Skömmu fyrir áramót hóf t.d. Appleton pappírsfyrirtækið framleiðslu á kvittanapappír sem inniheldur ekki BPA.

(Science News, 4. desember 2010)