Það að fá nægan svefn er afar mikilvægur liður í því að halda sér í nágrenni við kjörþyngd. Eftir því sem fólk sefur lengur er líkamsþyngdarstuðullinn lægri. Líkamsþyngdarstuðullinn (BMI) er notaður til að meta hversu nálægt kjörþyngd fólk er með því að mæla hlutfallið á milli þyngdar og hæðar.

Svefnleysi hefur þær aukaverkanir að fólk borðar meira, fær sér snakk og borðar fleiri máltíðir yfir daginn en annars.

Fylgni virðist líka vera á milli hitaeiningaríkra máltíða og svefnleysis.

Fólk virðist sækja í orkuríkt fæði þegar það sefur ekki nægilega lengi. Þreyta og svefnleysi ýtir fólki þannig frekar út í að borða sér til ánægju en ekki endilega vegna svengdar. Tilhneiging til nautnalífs nær því frekar tökum á fólki ef það er þreytt.

Svefn er jafn mikilvægur og gott mataræði og hreyfing.
(American Journal of Clinical Nutrition, 101: 5-6, 2015)