Um páskana fer fram Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt í Háskólabíói. Mótið fer fram á skírdag og föstudaginn langa 2 og 3 apríl. Skráningu keppenda er að ljúka hvað og hverju en nú þegar hafa um 130 keppendur skráð sig til keppni. Ætla má að sú tala eigi eftir að hækka eitthvað. Í byrjun vikunnar verður keppendalisti birtur hér á fitness.is. Íslandsmótið er úrtökumót fyrir erlend mót sem haldin verða á næstunni og nokkrir keppendur hafa hug á því að stefna á Evrópumót sem fer fram á Spáni í maí og heimsmeistaramót sem haldið verður í haust. Margir af bestu keppendum landsins eru því þessa dagana í sínu besta formi enda hefur myndast hefð fyrir því að páskarnir séu hápunktur ársins hjá líkamsræktarfólki.
Þeir keppendur sem eiga eftir að skrá sig eru minntir á að skráningarfrestur er að renna út. Skráning fer fram hér á fitness.is.
Dagskrá Íslandsmótsins í Háskólabíói
Miðvikudagur 1. apríl
18.00 Innritun keppenda í Háskólabíói. Fitnessflokkar karla og kvenna og vaxtarrækt.
19.00 Innritun keppenda í Háskólabíói. Módelfitnessflokkar.
Fimmtudagur 2. apríl
9.00 Húsið opnar.
10.00 Forkeppni í fitnessflokkum karla og kvenna og vaxtarrækt.
17.00 Úrslitakeppni í fitness og vaxtarrækt.
Föstudagur 3. apríl
9.00 Húsið opnar.
10.00 Forkeppni í módelfitness.
17:00 Úrslit í módelfitness.
Nákvæmari dagskrá með tímasetningum einstakra flokka verður birt hér í næstu viku.