
Þrír íslendingar kepptu í dag á Hungarian International Cup í fitness og vaxtarrækt sem fór fram í Búdapest. Gísli Örn Reynisson Schramm hafnaði í öðru sæti í sínum flokki, David Harmodio í fjórða sæti og Katrín Edda Þorsteinsdóttir varð önnur. Í gær kepptu þau einnig í Austurríki með frábærum árangri og mega þau því vera ánægð með sig eftir þennan frábæra árangur. Það er eftirtektarvert hve vel undirbúnir íslendingarnir mættu á svið og árangurinn um helgina er að undirstrika það að við erum að valda öldugangi í alþjóðasamfélaginu.