Að venju verða haldin tvö innanlandsmót á árinu 2015. Íslandsmótið fer alltaf fram um Páskana og Bikarmótið seint að hausti. Í ár verður Íslandsmótið haldið fimmtudaginn og föstudaginn 2.-3. apríl og Bikarmótið verður haldið föstudaginn og laugardaginn 20.-21. nóvember. Bæði mótin verða haldin í Háskólabíói. Reiknað er með mikilli þátttöku á báðum mótunum enda hefur keppendafjöldi farið vaxandi á undanförnum árum. Skráning keppenda mun hefjast um tveimur mánuðum fyrir hvert mót en nú þegar er ljóst að fjöldi keppenda er að hefja undirbúning fyrir bæði mótin.
Íslandsmótið 2015
- Miðvikudagur 1. apríl: Innritun keppenda.
- Fimmtudagur 2. apríl: Fitness karla og kvenna, sportfitness og vaxtarrækt.
- Föstudagur 3. apríl: Módelfitness.
- Skráning á Íslandsmótið er hér.
Bikarmótið 2015
- Fimmtudagur 19. nóvember: Innritun keppenda.
- Föstudagur 20. nóvember: Fitnessflokkar karla, sportfitness og vaxtarrækt
- Laugardagur 21. nóvember: Módelfitness og fitness kvenna
Birt með þeim fyrirvara að dagskrá getur breyst.