Öryggisbúnaður í bílum hefur þróast talsvert í gegnum tíðina og aukið líkurnar á því að fólk komist heilu og höldnu frá árekstrum. Sú goðsögn hefur verið ríkt að feitt fólk sleppi oft betur frá umferðarslysum sökum þess að fitan virki eins og púði fyrir líffæri og það lifi því frekar af þegar slys eru annars vegar. Þetta er hinsvegar ekki rétt.  Könnun sem gerð hefur verið í Seattle bílaborginni í Bandaríkjunum sýnir fram á að tvöfalt meiri líkur eru á því að feitt fólk láti lífið í umferðarslysi en fólk sem er í eðlilegri þyngd. Bílaframleiðendur hafa fram til þessa breytt og bætt öryggisbúnað til þess að henta t.d. litlum börnum en eftir að þessi könnun var opinberuð hafa þeir snúið sér að því að kanna hvað betur má fara í öryggismálum þegar feitt fólk er annars vegar. Enn ein ástæðan til þess að drífa sig í æfingasalinn og berjast við aukakílóin, eins og þær hafi ekki verið nægar fyrir.