Fasta er órjúfanlegur hluti fjölda trúarbragða. Nafnið föstudagur á íslensku er dregið af því að á þeim degi átti fólk að fasta á kjöt. Líklega fylgja ekki margir þeirri reglu í dag. Það að fasta felur í fjölda trúarbragða í sér að fasta á allan mat í einn dag eða hluta dags.

Rannsóknir hafa sýnt að fasta lækkar blóðsykur og insúlín í blóðrásinni – nokkuð sem þarf ekki að koma á óvart. Hitt er annað mál að ofneysla á hitaeiningum er stórvandamál í seinni tíð samanber aukna tíðni efnaskiptasjúkdóma og tengsla við áunna sykursýki og hjartasjúkdóma. Fasta er því ákveðið mótvægi við ofneysluna og þeir sem fasta reglulega léttast eðlilega upp að einhverju marki.

Fasta virðist hvorki skaða líkamann né andlegu hliðina. Eðlilega verða menn hinsvegar mjög hungraðir sé um að ræða langvarandi föstu þannig að fasta þarf í hófi.

Fasta er ákveðið mótvægi við ofneyslu og þeir sem fasta reglulega léttast eðlilega upp að einhverju marki.

Fasta veldur ekki endilega meiri léttingu en hefðbundinn niðurskurður hitaeininga. Það er því ekki endilega betra að fasta ákveðna daga og borða eðlilega hina dagana til að léttast ef færri kílóafjöldi er markmiðið. Minni matarskammtar alla daga skila sama árangri.

Fasta seinnipart dags og á kvöldin stuðlar hinsvegar að léttingu til lengri tíma litið. Tímabundin fasta virðist því vera ágæt leið til að léttast og hafa jákvæð áhrif á efnaskiptaheilsuna.

(Journal Academi Nutrition and Dietetics, 115: 1203-1212, 2015)