Miklar vangaveltur hafa verið í gangi undanfarin ár um áhrif farsímanotkunar á heilbrigði. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum áhrifum og gagnrýnin sem þær fá einkennist af sjónarmiðum þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í farsmíðaiðnaðinum.
Umræðan minnir um margt á hagsmunagæslu íslenska fjármála- og fasteignakerfisins áður en það hrundi. Gagnrýni er neikvætt nöldur eða hvað?
Nú var enn ein rannsóknin að birtast sem varar okkur við ofnotkun á farsímum. Að þessu sinni eru það sænskir vísindamenn í samstarfi við Detroit Wayne State Háskólann í Bandaríkjunum sem hafa sýnt fram á að það að tala í farsíma skömmu áður en farið er að sofa hefur í för með sér röskun á dýpsta svefninum. Getgátur vísindamannana um niðurstöðurnar ganga út frá því að ástæðan fyrir þessum áhrifum sé sú að farsímanotkun trufli framleiðslu líkamans á svonefndu Melatonin hormóni sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna í ónæmiskerfi líkamans, eða að farsímanotkunin örvi ákveðin svæði í heilanum sem valdi andvökuástandi. Önnur rannsókn sem skrifað var um fyrir nokkru síðan hér í FF benti einmitt til þess að ef farsími var innan meters frá höfuðlagi yfir nóttina minnkaði mælanleg framleiðsla Melatóníns verulega. Ráðið er því að slökkva á gemsanum á kvöldin og nota venjulegan síma ef nauðsynlegt er að hringja. Ef þú átt erfitt með svefn geturðu þessu til viðbótar opnað glugga til þess að halda fersku lofti í herberginu og slökkva öll ljós. Þannig ættirðu að sofa vært.