Bannermedgrein1630x1200Íslandsmótið í fitness fer fram dagana 24.-25. mars í Háskólabíói. Búist er við um 100 keppendum en sú breyting hefur orðið á samsetningu keppenda að þetta er í fyrsta skipti síðan 2007 að karlar eru fjölmennari en konur. Fjölgað hefur hlutfallslega í karlaflokkum en fækkað í kvennaflokkunum og munar þar mestu um fækkun í módelfitness. Í heildina eru keppendur hinsvegar litlu færri en á síðasta ári þegar 112 keppendur stigu á svið.

Karlar í fyrsta skipti fleiri en konur síðan 2007

Vegna breytinga á samsetningu keppenda verður fyrirkomulag dagskrárinnar með svipuðu sniði og á Bikarmótunum þar sem karlar keppa fyrri daginn og konur seinni daginn. Með því er svipaður keppendafjöldi báða dagana. Er þar um að ræða breytingu á dagskránni sem rekja má til þess að hlutfallslega hefur körlum fjölgað miðað við konur og er þetta í fyrsta skipti síðan 2007 sem karlar eru fleiri en konur á Íslandsmótinu. Keppt verður í karlaflokkum á skírdag – fimmtudeginum og kvennaflokkum á föstudeginum langa.

Það stefnir í frábært mót og allir bestu keppendur landsins munu stíga á svið um páskana.

  • Miðvikudagur 23. mars: Innritun keppenda – sjá dagskrá.
  • Fimmtudagur 24. mars: Fitness karla, sportfitness og vaxtarrækt.
  • Föstudagur 25. mars: Fitness kvenna, ólympíufitness og módelfitness.

 

Dagskrá Íslandsmótsins
Dagskrá Íslandsmótsins

PlakatIslandsmot2016