Á dögum kalda stríðsins voru búlgarar nánast einráðir á heimsvísu meðal lyftingamanna. Þjálfari þeirra hét Ivan Badijev og hirti hann og hans menn helstu verðlaun á öllum helstu lyftingamótum. Bandaríkjamenn hafa ekki fengið gull á móti síðan 1960.

Búlgarski þjálfarinn hefur haldið því fram að amerísku æfingakerfin séu ekki jafn skilvirk og sín og að þeir myndu standa sig betur með því að nota búlgarska æfingakerfið. Bandaríska æfingakerfið byggist á lotubundnu æfingaálagi sem blandar saman þungum æfingum, miðlungsþungum og hvíld. Búlgarska æfingakerfið felur hinsvegar í sér margar æfingar þar sem oft er reynt við hámaksþyngd í einni endurtekningu. Búlgarski þjálfarinn heldur því nefnilega fram að líkaminn aðlagist best að ákveðnu sérhæfðu álagi. Íþróttamenn sem æfa þungt að jafnaði eru ólíklegri til að slasast í keppnum þegar þeir reyna við við meiri þyngdir en þeir geta. Bandarískir þjálfarar hafa haldið því fram að bandarísku íþróttamennirnir séu einfaldlega ekki nægilega harðgerðir til þess að standast þetta álag og hafi áhuga á ýmsu öðru en því að tileinka sér búlgarska æfingakerfið. Búlgarska æfingakerfið krefjist þess að menn leggi sig gríðarlega fram og krefst meiri aga en meðalmönnum hæfir.

Vissulega hafa búlgarskir lyftingamenn oftar en einu sinni verið viðriðnir við lyfjahneiksli í gegnum tíðina sem hugsanlega kann að skýra að hluta þeirra árangur. Lyfjaskortur hefur hinsvegar ekki háð Bandaríkjamönnum eða öðrum þjóðum fram til þessa og því er lyfjanotkun ekki endilega skýringin á því hvers vegna búlgarskir lyftingamenn eru í fremstu röð. Það er hinsvegar auðvelt að benda í þá áttina þegar menn vilja afsaka sig og einfalda málið.

( The Wall Street Journal , 21. Júní 2011)