Almennt hefur verið álitið að gleitt grip taki meira á Latissimus Dorsi bakvöðvana en þröngt grip. Norsk rannsókn hefur hinsvegar sýnt fram á að gripbreidd hefur engin áhrif á vöðvaátök í handleggjum, bakinu, trappanum né innri hryggvöðvum í bæði upp og niðurhreyfingum. Notaðar voru rafsegulmælingar til þess að meta vöðvaátökin en með þeirri aðferð er hægt að meta átök á vöðva með mikilli nákvæmni. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni gerðu niðurtog niður að brjósti með beinni stöng.
(Journal Strength Conditioning Research, 28: 1135-1142, 2014)