Nýverið birti Matvæla- og lyfjaeftirlit bandaríkjanna viðvörun um að bólgueyðandi lyf sem innihalda ekki stera auki hættuna á heilablóðfalli, hjartaslagi og hjartabilun um 10-50% allt eftir skammtastærð og heilsufari. Algengustu lyfin í þessum flokki eru íbúprófen og naproxen. Eðlilega þarf meira til að valda heilbrigðu fólki skaða en fólki sem er að berjast við sjúkdóma og versnandi heilsu. Það er því mun líklegra að alvarlegustu tilfellin komi upp hjá þeim sem eru með hjartasjúkdóm. Heilbrigt fólk er samt sem áður einnig í hættu. Viðvörun Matvæla- og lyfjaeftirlitsins náði bæði yfir lyfsseðilsskyld lyf og þau sem hægt er að kaupa án ávísunar læknis.

Bólgueyðandi lyf virðast ekki eiga neina samleið með þeim sem stunda líkamsrækt. Ekki einungis í ljósi alvarlegra afleiðinga fyrir heilsuna, heldur einnig í ljósi þess að þau virðast hindra vöðvastækkun, enda eru bólgur nauðsynlegar fyrir vöðvavöxt og framfarir. Skiptir þar engu hvað íþróttin heitir. Við förum öll eftir sömu lögmálum. Neikvæð áhrif lyfjanna eru þess eðlis að þó að það þyki freistandi fyrir líkamsræktarfólk og íþróttamenn að taka þau til að draga úr verkjum eftir æfingar er ráðlegra að sleppa þeim.
(The New York Times, 10 júlí 2016)