Á árinu verða haldin fjölmörg mót á vegum IFBB að venju. Fréttnæmast er að eftir nokkurra ára hlé verður haldið Norðurlandamót 25-26 október í Alingsås í Svíþjóð. Sigurvegarar vinna sér inn rétt til að sækja um atvinnumannakort, eða IFBB Pro card og geta í framhaldinu tekið þátt í atvinnumannamótum.

Nú þegar liggur fyrir að nokkrir íslenskir keppendur munu halda til Möltu og keppa þar á IFBB Diamond Cup dagana 12–13 apríl.

Á norðurslóðum verða haldin nokkur mót sem mögulega vekja áhuga íslenskra keppenda.

  • 12. apríl: Norway Classic, Tonsberg, Noregi
  • 26-27 apríl: Riga Pearl, Riga, Lettland
  • 17-19 apríl: Fitlap Cup, Tallinn, Eistland
  • 25-26 október: Norðurlandamótið í Alingsås, Svíþjóð

Af öðrum alþjóðlegum mótum á árinu 2025 ber helst að nefna eftirfarandi mót.

  • Evrópumótið í fitness og vaxtarrækt: Spánn, Santa Susanna, 30. apríl – 5. maí.
  • Heimsmeistaramótið í fitness: Kína, Xiamen, 13-17 nóvember (kvennaflokkar)
  • Heimsmeistaramótið í vaxtarrækt: Saudi Arabía, Riyad, 27 nóv. – 1. des. (karlaflokkar)
  • IFBB Diamond Cup á Möltu: 12–13 apríl.

Reiknað er með að Arnold Classics verði haldið annað hvort 5–7 september eða 31 október–2. nóvember. Endanleg dagsetning mun liggja fyrir í mars.

Haldin verða mun fleiri mót á árinu á vegum IFBB en hér hafa verið talin þau helstu.

Keppendur sem ætla að sækja um leyfi til að keppa erlendis nota eftirfarandi tengil:

Hér er að finna tengil á öll alþjóðleg mót sem haldin verða á árinu.