Það þarf ekki að básúna frekar en orðið er að æsku landsins veitir ekki af að losna við aukakílóin. Á sama tíma og offita barna hefur tvöfaldast hefur neysla á skyndibitamat og sykruðum drykkjum aukist verulega.Kyrrseta til viðbótar færir okkur þau aukakíló sem á vantar. Börn sem fitna mikið eiga sömuleiðis á hættu að vera áfram feit á fullorðinsárum. Í ástralskri rannsókn þar sem tíu ára börn æfðu þrisvar í viku í átta vikur, minnkaði fituhlutfall líkamans um 2.6% og vöðvahlutfallið jókst um 5.3%. Krakkarnir juku líka hnébeygjustyrk um 74%, pressustyrk um 85% og jafnfætis hástökk um 8%.  Börn sem ekki eru komin á kynþroskaskeið geta þannig haft mikið gagn af lóðaæfingum undir leiðsögn þjálfara.
(Journal Strength Conditioning  Research, 23: 80-85, 2009)