Íþróttamenn sem taka sig alvarlega þurfa að takast á við þær getgátur sem fylgja vangaveltum um mismunandi æfingakerfi.

Fjölmargir íþróttamenn sem fylgjast vel með æfingunum sínum skrifa hjá sér allt sem þeir gera og fylgjast þannig með æfingaálaginu. Algengasta aðferðin við að mæla heildarálag æfinga er að leggja saman heildarþyngdina sem lyft er á æfingunni. Margfalda þannig lotur x endurtekningar x þyngd og fá út tölu sem segir til um heildarálagið. Þessi aðferð er gagnrýnd af sumum þjálfurum sem benda þeir á að það sé í grundvallaratriðum ólíkt að taka þungar og fáar endurtekningar í fáum lotum en að taka margar lotur og léttar þyngdir oft.

Vísindamenn í Brasilíu hafa reynt að mæla raunverulegt álag sem myndast á líkamann í mismunandi æfingaáætlunum með því að mæla hormónaviðbrögð líkamans og vöðvaskemmdir. Mælt er magn kreatín kínasa til þess að meta vöðvaskemmdir.

Ungir karlmenn tóku annað hvort fjórar lotur eins margar endurtekningar og þeir gátu undir 50% álagi; fimm lotur eins margar endurtekningar og þeir gátu undir 75% álagi eða tíu lotur eins margar endurtekningar og þeir gátu undir 90% álagi. Til þess að mæla vöðvaálagið er magn kreatín kínasa mælt og það reyndist mest þegar æft var undir 75% álagi sem sömuleiðis fól í sér mesta heildarálagið. Ekki var mælanlegur munur á testósteróni eða kortísóli eftir því hvaða æfingaáætlun var æfð.

Íþróttamenn sem taka sig alvarlega þurfa að takast á við þær getgátur sem fylgja vangaveltum um mismunandi æfingakerfi. Það sem skiptir hinsvegar flesta mestu máli er hvaða æfingaáætlun skilar mestum styrk og í sumum tilfellum vöðvamassa. Þessari rannsókn var ekki ætlað að svara því og hún gerir það ekki, en hinsvegar segir hún okkur hvernig haga beri æfingum til þess að gera æfingaálagið sem mest.

(Journal Strength Conditioning Research, 23: 2003-2008, 2009)