Að þessu sinni birtum við myndband um Íslandsmót IFBB í fitness sem haldið var 6. nóvember á Akureyri. Einnig eru komnar 250 myndir í myndasafnið hér á fitness.is frá mótinu. Mótið var stórskemmtilegt í alla staði og keppendur léku á als oddi.
Í myndbandinu sem er í 4K upplausn er farið yfir alla flokka og helstu úrslit. Velkomið er að deila myndbandinu að vild og áhugasamir eru hvattir til að gerast áskrifendur að YouTube rás fitness.is.
Ítarlegri úrslit ásamt myndum verða birtar hér á þriðjudag.
Myndataka: Gyda Henningsdóttir – gyda.is
Klipping: Einar Gudmann – gudmann.is