Niðurskurður fyrir vaxtarræktarkeppni tekur margar vikur og í heildina tekur undirbúningurinn marga mánuði. Vísindamenn við Háskólann í Oklahoma í Bandaríkjunum undir stjórn Lindy Rossow gerðu ýmsar mælingar á 26 ára lyfjalausum vaxtarræktarmanni sem var að undirbúa sig fyrir keppni. Fylgst var með honum í sex mánuði fyrir mótið og sex mánuði eftir mótið. Á undirbúningstímabilinu lækkaði hvíldarpúls úr 53 í 27 slög á mínútu, blóðþrýstingur í hvíld fór úr 132/69 í 104/56 og fituhlutfall líkamans fór úr 14,8% í 4,5%. Testósterón hormónið minnkaði hinsvegar um 75% og hámarksstyrkur minnkaði og sex mánuðum eftir mótið var hann ekki búinn að ná að fullu fyrri styrk.
Skapferli var sveiflukennt á undirbúningstímabilinu þegar hitaeiningarnar voru skornar niður. Það þarf kannski ekki að koma óvart þar sem margir þekkja dæmi um að skapsveiflur geta orðið stórar þegar t.d. konur fá ekki súkkulaðið sitt. Undirbúningur fyrir mót er líkamlega og andlega krefjandi en getur tvímælalaust haft jákvæða kosti í för með sér.
(International Journal of Sports Physiology and Performance, vefútgáfa 22. janúar 2013)