Íslendingarnir sem keppa á Arnold Classics Europe mótinu hafa nú allir lokið keppni með þeim tímamótaárangri að þrír af fimm keppendum höfnuðu í verðlaunasætum.Fitnesskeppendurnir þær Rannveig Kramer og Guðrún H. Ólafsdóttir höfnuðu í dag í sjötta sæti í sínum flokkum. Rannveig keppti í undir 168 sm flokki og Guðrún í undir 163 sm flokki. Á föstudag hafnaði Kristbjörg Jónasdóttir í öðru sæti í módelfitness og þær Alexandra Sif Nikulásdóttir og Unnur Kristín Óladóttir komust í 15 manna úrslit í sínum flokkum.
Í ljósi styrkleika mótsins er þetta einhver besti árangur sem íslendingar hafa náð á erlendri grundu í líkamsræktarkeppnum. Undanfarin ár hafa íslenskir keppendur smátt og smátt verið að taka þátt í fleiri mótum erlendis og það hefur þótt tíðindum sæta að einhver hafi komist í 15 manna úrslit. Þessi árangur allra íslensku keppendana verður því að skoðast í því ljósi.
Mótið sem haldið er af IFBB, Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna og kennt er við Arnold Schwartzenegger er komið til að vera í Evrópu. Arnold er sjálfur staddur á mótinu ásamt syni sínum sem sömuleiðis hefur vakið töluverða athygli þar sem þeir sjást ekki oft saman á opinberum vettvangi.
Fitness.is vill óska öllum íslensku keppendunum til hamingju með frábæran árangur.