Haldið verður Bikarmót IFBB í fitness, mótelfitness og vaxtarrækt laugardaginn 19. nóvember í Háskólabíói. Ennfremur verður fjöldi erlendra móta á döfinni í haust og fjöldi íslenskra keppenda stefnir á þau mót.
Þau mót sem eru framundan eru Norðurlandamótið sem fer fram 22. október, heimsmeistaramót kvenna í Serbíu sem fer fram 14. október en á þessi mót stefna nokkrir íslenskir keppendur. Einnig fer fram opið alþjóðlegt mót í Austurríki 1. október, Arnold Classic Amateur mótið verður einnig haldið á Spáni í október og heimsmeistaramót öldunga og unglinga fer fram í byrjun desember. Þeir keppendur sem hafa verið í fremstu röð hér heima og telja sig eiga erindi á þessi mót er bent á að hafa samband við Sigurð Gestsson. Ætlunin er að reyna eftir megni að styðja við bakið á þeim sem vilja halda erlendis til keppni, enda rennur meginhluti ágóða af mótahaldi IFBB til keppnisferðalaga eftir því sem aðstæður leyfa.