Forkeppni Íslandsmótsins í fitness lauk í dag í Íþróttahöllinni á Akureyri. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir úrslitakeppnina sem er á morgun laugardag þar sem heita má að fjögur efstu sætin í kvennakeppninni séu hnífjöfn og sama má segja um þrjú efstu sætin í karlaflokki. Á forkeppninni var keppt í samanburði í öllum flokkum og var sú keppni hnífjöfn eins og áður segir.
Í dag var einnig keppt í upptogi og dýfum og var það Kristján Samúelsson sem var efstur þar með samtals 71 lyftu í æfingum.
Úrslitakeppnin hefst kl 17.00
Á morgun, laugardag kl 17.00 byrjar úrslitakeppnin sem hefst á hindranabraut. Brautin er tvímælalaust sú erfiðasta sem keppendur hafa þurft að fara í gegnum fram til þessa. Einnig verður keppt í samanburði karla og kvenna áður en að úrslitum kemur.
Áætlað er að úrslitakeppninni ljúki upp úr kl 19.00 á laugardagskvöld og munum við á fitness.is færa fréttir af gangi mála um leið og fréttir berast. Miðaverð er kr. 1000 á úrslitakeppnina og þeir sem eru staddir á Akureyri ættu endilega að drífa sig og sjá flottasta fitnessfólk landsins í dag.