Sýndur verður sjónvarpsþáttur um Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna í Ríkissjónvarpinu 13. janúar. Þátturinn er framleiddur af N4 í samvinnu við Fitness á Íslandi.24. nóvember fór fram Bikarmót Alþjóðsambands líkamsræktarmanna í Austurbæ í Reykjavík. Þar var keppt í fitness karla og kvenna, vaxtarrækt og módelfitness. Áhugasamir ættu að setjast við skjáinn 13. jan.
