Meginþorri sykurs sem við borðum er í formi háfrúktósa maíssíróps (high-fructose corn syrup). Gosdrykkir tróna þar efst á lista yfir vörutegundir sem innihalda þennan sykur og bent hefur verið á að meðalmaðurinn sé að fá 300 hitaeiningum meira á dag en fyrir nokkrum áratugum vegna gosdrykkja. Ekki er eingöngu gosdrykkjum um að kenna þar sem háfrúktósa maíssíróp er notað í ýmsar matvörur og sæta drykki.
Rottur sem fá mikið af háfrúktósa maíssírópi missa þol og fá feita lifur eftir tiltölulega skamman tíma. Sykurinn hefur áhrif á blóðfitu. Magn þríglýseríða eykst í blóðinu vegna þess að lifrin kaffærist í fitu. Miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á dýrum er afar óæskilegt að borða mikið af háfrúktósa maíssírópi. Útkoman er aukið insúlínviðnám, offita og minna þol. Höfundar brasilískrar rannsóknar sem snéri að rannsókn á áhrifum háfrúktósa maíssírópi vörpuðu fram þeirri kenningu að aukningin sem hefði orðið á neyslu þessa sykurs væri ein helsta ástæðan fyrir offitufaraldrinum.
(Lipids in Health and Disease, vefútgáfa 19. júní 2012)
