Nýjasta eintak Fitnessfrétta er komið á vefinn. Þetta er sextándi árgangur sem er að hefja göngu sína og blaðið aldrei verið vinsælla. Á forsíðunni er Kristín Kristjánsdóttir sem nýverið sigraði á erlendu stórmóti í fitness og var í kjölfarið boðið að gerast atvinnumaður í greininni. Í blaðinu er viðtal við Kristínu sem er orðinn mikill reynslubolti í líkamsrækt. Víða er komið við í efnisvali að venju með áherslu á fræðslu um líkamsrækt, mataræði og fitubrennslu. Í blaðinu er fjallað um lágkolvetnakúrana sem og fleira sem hefur verið ofarlega á döfinni.
Ætla má að blaðið komi úr prentun í vikunni og verði sent í æfingastöðvar fyrir helgi. Sífellt fleiri lesa blaðið á vefnum, enda orðið mjög þægilegt að lesa það í spjaldtölvum og símum svo ekki sé minnst á tölvur.
