Nýjasta eintak Fitnessfrétta er komið á vefinn og fer í dreifingu í æfingastöðvar í lok vikunnar. Á forsíðunni að þessu sinni er Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir keppandi í módelfitness. Myndina tók Brynjar Ágústsson (www.panorama.is). Blaðið er kjaftfullt af fróðlegu efni að venju fyrir líkamsræktarfólk og komið er víða við í efnisvali. Hægt er að lesa blaðið núna á vefnum í vefskoðaranum.
