Um helgina fór fram Bikarmeistaramót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna (IFBB) í tengslum við íþróttahátíð og vörusýningu kennda við Icelandic Health and fitness expo.
Alls kepptu 12 keppendur í tveimur fitnessflokkum kvenna, yfir og undir 163 sm. Hver öðrum glæsilegri. Eva María Davíðsdóttir sigraði í lægri flokkum. Hrefna Haraldsdóttir varð önnur og Kristín Egilsdóttir þriðja. Rannveig Kramer sigraði hærri flokkinn, en þær Eva Sveinsdóttir og Auður Kristín Þorgeirsdóttir voru jafnar að stigum þegar að úrslitum kom. Útkoman úr þriðju og síðustu lotunni ræður því hvor fær sætið og fór svo að Eva hlaut annað sætið og Auður þriðja.
Í unglingaflokki í fitness kvenna kepptu fjórir keppendur. Ragnhildur Finnbogadóttir varð bikarmeistari en á eftir henni komu þær Erna Guðrún Björnsdóttir í öðru sæti og Anna Líney Ívarsdóttir.
Módelfitnessflokkarnir voru fjölmennustu flokkarnir að þessu sinni. Alls kepptu 22 keppendur í tveimur hæðarflokkum, undir og yfir 167 sm. Margrét Hulda Karlsdóttir sigraði bæði lægri flokkinn og heildarkeppnina við sigurvegarann í hærri flokknum sem var Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir. Keppendur voru hver öðrum glæsilegri og tvísýn keppni á milli efstu sætana. Þær Kristbjörg Jónasdóttir og Dóra Sveinsdóttir urðu í öðru og þriðja sæti í lægri flokknum og fyrrum bikarmeistari Hugrún Árnadóttir varð önnur í hærri flokknum og Sigríður Ómarsdóttir varð þriðja.
Keppt var í undir og yfir 85 kg flokkum í vaxtarrækt karla auk unglingaflokks. Sigurður Kjartansson sigraði í undir 85 kg flokknum, Magnús Samúelsson í yfir 85 kg flokknum eins og áður sagði og bikarmeistari unglinga varð Mark Laurence Bargamento. Þeir Magnús og Sigurður mættust í úrslitalotu um heildartitilinn í vaxtarrækt. Það kom kannski engum á óvart að Magnús sigraði, en ætla má að Sigurður verði ekki auðveldur viðureignar eftir nokkur kíló í viðbót.
Í vaxtarrækt kvenna voru tveir keppendur, þær Hilda Elísabet Guttormsdóttir og Þorbjörg Sólbjartsdóttir. Báðar sýndu þær fram á miklar bætingar á milli móta og fór svo að Hilda sigraði.