Fjórir íslenskir keppendur keppa á Norðurlandamóti IFBB í fitness og vaxtarrækt sem haldið verður á laugardaginn í Helsinki í Finnlandi. Heiðrún Sigurðardóttir og Anna Bella Markúsdóttir keppa í fitness og Sigurður Gestsson og Magnús Bess Júlíusson keppa í vaxtarrækt.Allir keppendurnir hafa verið í ströngum æfingum undanfarið og hafa ekkert getað slegið af eftir Íslandsmótið sem haldið var fyrir skemmstu. Sigurður Gestsson keppir í undir 80 kg flokki, Magnús Bess í undir 95 kg flokki, Anna Bella í undir 164 cm flokki og Heiðrún í yfir 164 cm flokki í fitness. Auk keppenda fer Einar Guðmann utan sem alþjóðlegur dómari og augu og eyru og penni fitness.is. Við færum fréttir af mótinu um leið og færi gefst.
