Íslansmótið í fitness og vaxtarrækt fór fram í Hofi á Akureyri um helgina. Fjöldi keppenda steig á svið og eftir harða og jafna keppni mátti sjá mörg ný andlit meðal Íslandmeistara. Fitnessflokkar karla voru sérlega sterkir á mótinu og ekki var laust við að keppnin væri mjög jöfn í stærstu flokkunum.

Fitness karla
Atli Hrafn Svöluson sigraði í fitnessflokki karla. Í öðru sæti varð Sólon Ívar Símonarson og þriðji Hreinn Orri Hreinsson. Alls kepptu 12 í flokknum og mátti sjá þar fjölmarga efnilega keppendur.
| Númer | Sæti | FITNESS KARLA |
| 20 | 1 | Atli Hrafn Svöluson |
| 23 | 2 | Sólon Ívar Símonarson |
| 22 | 3 | Hreinn Orri Hreinsson |
| 17 | 4 | Hrannar Ingi Óttarsson |
| 15 | 5 | Vignir Jóhannsson |
| 12 | 6 | Úlfur Brúnó Scheving Thorsteinsson |
| 13 | 7 | Viktor Örn Vilmundsson |
| 21 | 8 | Finnur Lipka Þormarsson |
| 19 | 9 | Erlingur Mark Bartels |
| 14 | 10 | Elías Dagur Hilmarsson |
| 16 | 11 | Armanas Norkus Remigijusson |
| 18 | 12 | Tristan Ingi Magnússon |

Fitness karla – unglingaflokkur
Úlfur Brúnó Scheving Thorsteinsson varð Íslandsmeistari unglinga í fitnessflokki karla. Unglingaflokkurinn var mjög öflugur sem sýnir fram á að við eigum marga efnilega keppendur sem eiga framtíðina fyrir sér.
| Númer | Sæti | FITNESS KARLA UNGLINGAFLOKKUR |
| 12 | 1 | Úlfur Brúnó Scheving Thorsteinsson |
| 13 | 2 | Viktor Örn Vilmundsson |
| 21 | 3 | Finnur Lipka Þormarsson |
| 19 | 4 | Erlingur Mark Bartels |
| 14 | 5 | Elías Dagur Hilmarsson |
| 16 | 6 | Armanas Norkus Remigijusson |
| 18 | 7 | Tristan Ingi Magnússon |

Sportfitness
Hlynur Andri Hrafnsson varð Íslandsmeistari í sportfitness.
| Númer | Sæti | SPORTFITNESS |
| 5 | 1 | Hlynur Andri Hrafnsson |
| 8 | 2 | Sverrir Bergmann Viktorsson |
| 4 | 3 | Hugi Ólafsson |
| 6 | 4 | Aron Freyr Sigurðsson |
| 10 | 5 | Dagur Smári Sigvaldason |
| 11 | 6 | Daníel Máni Bjarkason |
| 9 | 7 | Hilmar Elías Hermannsson |
| 7 | 8 | Aðalsteinn Kjartansson |

Sportfitness unglingaflokkur
Dagur Smári Sigvaldason varð Íslandsmeistari unglinga í sportfitness. Hann varð einnig í fimmta sæti í opna flokknum.
| Númer | Sæti | SPORTFITNESS UNGLINGA |
| 2 | 1 | Dagur Smári Sigvaldason |
| 1 | 2 | Hilmar Elías Hermannsson |
| 3 | 3 | Daníel Máni Bjarkason |

Aðalsteinn Kjartansson sextugur Íslandsmeistari í sportfitness 40+
Aðalsteinn Kjartansson keppti bæði í opna flokknum og sportfitness 40 ára og eldri. Hann verður sextugur á árinu og mætti í frábæru formi.

Vaxtarrækt yfir 85 kg
Vilmar Valþórsson sigraði yfir 85 kg flokkinn í vaxtarrækt. Annar varð Jón Gylfi Sigfússon og þriðji Theodór Már.
| Númer | Sæti | VAXTARRÆKT YFIR 85 KG |
| 26 | 1 | Vilmar Valþórsson |
| 25 | 2 | Jón Gylfi Sigfússon |
| 27 | 3 | Theodór Már |
Vaxtarrækt undir 85 kg
Einn keppandi var í vaxtarrækt undir 85 kg. Það var Sveinn Gestur Tryggvason sem mætti í flottu formi.

Fitness kvenna
Hildigunnur Borga Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari í fitnessflokki kvenna. Í öðru sæti varð Thelma María Guðmundsdóttir. Hildigunnur varð einnig Íslandsmeistari í fitnessflokki kvenna yfir 35 ára og eldri.

Wellness
Andrea Brá Hlynsdóttir varð Íslandsmeistari í wellness. Í wellness byggjast dómforsendur á mýkri línum og skurði en gengur og gerist í öðrum fitnessflokkum kvenna.
| Númer | Sæti | WELLNESS |
| 31 | 1 | Andrea Brá Hlynsdóttir |
| 30 | 2 | Andrea Líf Ívarsdóttir |
| 32 | 3 | Hera Mist Halldórsdóttir |

Módelfitness
Valentína Erla Hrefnudóttir varð Íslandsmeistari í módelfitness. Önnur varð Berglind Adolfsdóttir og þriðja Borghildur Birta Einarsdóttir.
| Númer | Sæti | MÓDELFITNESS |
| 36 | 1 | Valentína Erla Hrefnudóttir |
| 33 | 2 | Berglind Adolfsdóttir |
| 40 | 3 | Borghildur Birta Einarsdóttir |
| 38 | 4 | Alda Björk Eyjólfsdóttir |
| 39 | 5 | Vigdís Hervör |
| 35 | 6 | Kolbrún Eva Kristjánsdóttir |
| 37 | 7 | Ágústa Natalía Gísladóttir |
| 34 | 8 | Dagmar Pálsdóttir |
Módelfitness 35+
Kolbrún Eva Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í módelfitness 35 ára og eldri. Önnur varð Ágústa Natalía Gísladóttir.
| Númer | Sæti | MÓDELFITNESS 35 + |
| 35 | 1 | Kolbrún Eva Kristjánsdóttir |
| 37 | 2 | Ágústa Natalía Gísladóttir |
Smelltu hér til að skoða fleiri myndir í myndasafni fitness.is. Myndirnar tók Gyða Henningsdóttir fyrir fitness.is.























