Okkar eini keppandi í atvinnumannaflokki, Margrét Gnarr mætti í svakalega góðu formi á Arnold Classic mótið sem fór fram um helgina og hafnaði í áttunda sæti. Margir öflugustu keppendur heimsins stigu á svið með henni og var hún í öðrum samanburði dómara í forkeppninni. Fyrsti samanburður gefur til kynna hvaða keppendur eru líklegir í efstu sætin en að þessu sinni var hún í öðrum samanburði ásamt fleiri öflugum keppendum. Niðurstaðan sýnir hversu jöfn keppnin er á milli efstu sætana í atvinnumannaflokknum. Margrét var ekki eini sigurvegarinn sem að þessu sinni var ekki í efstu sætunum á mótinu. Fjöldi fyrrum sigurvegara atvinnumóta stóð henni við hlið á sviðinu og sýndi niðurstaðan að Margrét Gnarr er að blanda sér í baráttuna við bestu keppendurnar í þessum geira.
Myndir eru frá Team-andro.com