Margir sterkustu vaxtarræktar- og fitnesskeppendur norðurlandana kepptu á Oslo Grand Prix móti sem fram fór um helgina í Noregi. Sex íslenskir keppendur kepptu þar í fitness og vaxtarrækt. Fjöldi keppenda er í flestum flokkum í vaxtarrækt og komast fimm í hverju flokki í úrslit.Magnús Bess varð þriðji í -100 kg flokki í vaxtarrækt. Sigurður Gestsson og Alfreð Pálsson sem kepptu í -80 og -90 kg flokkum komust hinsvegar ekki í úrslit í sínum flokkum en voru greinilega að berjast um úrslitasæti ef marka má samanburð á þeim og öðrum keppendum. Einungis tveir keppendur kepptu í vaxtarrækt kvenna og keppti Hrönn Sigurðardóttir við Anne-Grethe Torgersen sem er töluvert þyngri og vöðvameiri en Hrönn. Varð annað sæti því hlutskipti Hrannar. Rétt eins og hér á landi hefur fjölda keppenda í vaxtarrækt farið fækkandi á norðurlöndunum en þeim mun fleiri snúa sér að fitness.
Kristín Kristjánsdóttir og Heiðrún Sigurðardóttir kepptu í fitness í dag. Flokkurinn sem þær kepptu í var 15 manna flokkur sem hafði á að skipa flestum frægustu fitness-stjörnum norðurlandana. Þær tvær höfnuðu ekki í efstu fimm sætunum og keppa því ekki um verðlaunasæti. Eftir mótið stendur því uppúr að Magnús Bess Júlíusson hampaði bronsinu í sínum flokki á þessu sterka móti. Myndir eru frá www.iform.no þar sem lesa má úrslit um leið og þau berast.
Fitness karla -178 cm: 1 sæti: Ole Bak Jensen – Sport & Fitness – Denmark 2 sæti: Imre Vähi – Estonia 3 sæti: Bjørgulf Hansen – Champion Gym – Norway 4 sæti: Raymond Andersen – Geir’s FKK – Norway Fitness +178 cm: 1 sæti: Bjørn Vestrum Olsson – Asker FKK – Norway 2 sæti: Bjarne Nordal – Drammen – FKK Norway 3 sæti: Robin Østby – Harald’s Gym – Norway 4 sæti: David Höök – Ragnarokk – KFK Norway 5 sæti: Jon Børre Karoliussen – Team Power Nutrition – Norway Fitness heildarkeppni Ole Bak Jensen – Sport & Fitness – Denmark Vaxtarrækt Women: 1 sæti: Anne-Grethe Torgersen – Team Fitnessplanet – Norway 2 sæti: Hrönn Sigurðardóttir – Iceland Vaxtarrækt karla -80 kg: 1 sæti: Mika Nyyssölä – Finland 2 sæti: Ayad Kadem Musa – Team Power Nutrition – Norway 3 sæti: Marius Graaterud – Harald’s Gym – Norway 4 sæti: Ståle Sæterbø – Team Norwegian Fitness – Norway 4 sæti: Peter Lagermand – Denmark Vaxtarrækt karla -90 kg: 1 sæti: Jarkko Hinkkanen – Finland 2 sæti: Kimmo Hovilainen – Finland 3 sæti: Jerry Ossi – Finland 4 sæti: Amir Riazifard – Harald’s Gym – Norway 5 sæti: Sami Nyman – Finland Vaxtarrækt karla + 90 kg: 1 sæti: Paal Snorre Høyer – Team iForm.no – Norway 2 sæti: Reino Strand – TeamGymgrossisten – Sweden 3 sæti: Magnús Bess Júlíusson – Iceland 4 sæti: Ari Kokkonen – Finland 5 sæti: Jesper Claesson – Team Muscletech – Sweden Bestu stöður Mika Nyyssölä – Finland Heildarsigurvegarar vaxtarrækt 1 sæti: Ayad Kadem Musa – Team Power Nutrition – Norway 2 sæti: Jarkko Hinkkanen – Finland 3 sæti: Kimmo Hovilainen – Finland Myndir birtar með leyfi iform.no