Úrslitin á Íslandsmótinu í vaxtarrækt réðust á föstudagskvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri. Það var Magnús Bess Júlíusson sem sigraði í heildarkeppni karla en Hrönn Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari kvenna. Magnús sem keppti þarna í sínu besta formi átti í harðri keppni við Magnús Samúelsson sem kom sterkur til keppni, en varð að lokum að lúta fyrir meistaranum Magnúsi nafna sínum, sem sömuleiðis hampaði Íslandmeistaratitli í flokki 40 ára og eldri.Kristín Kristjánsdóttir varð Íslandsmeistari í fitnessflokki kvenna 35 ára og eldri og þau Andrea Ösp Karlsdóttir og John Freyr Aikman urðu Íslandmeistarar í flokki unglinga. Alls stigu 23 keppendur á svið á föstudagskvöld, en 38 bíða þess að stíga á svið í kvöld, en þá fer fram Íslandsmótið í módelfitness og opnum flokki í fitness karla og kvenna. Óhætt er að segja að mjög sterk keppni sé þar framundan og tvísínt verði um úrslit.

Skýlunúmer, nafn – stig og sæti.

Vaxtarrækt karla -80 kg 

2 Gauti Már Rúnarsson, 20- 1

3 Andri Hermannsson, 31- 2

1 Júlíus Þór Sigurjónsson, 38 3

 

Vaxtarrækt karla -90 kg

2 Magnús Samúelsson, 15- 1

4 Svavar Smárason, 39- 2

1 Kristján Geir Jóhannesson, 40- 3

3 Hrólfur Jón Flosason, 57- 4

 

Vaxtarrækt karla -100

1 Magnús Bess Júlíusson, 15- 1

2 Sturla Bergsson, 30- 2

 

Vaxtarrækt kvenna

1 Hrönn Sigurðardóttir, 15- 1

 

Vaxtarrækt karla 40 ára +

2 Magnús Bess Júlíusson, 15- 1

1 Svavar Smárason, 30-

 

2 Fitness kvenna unglingaflokkur

1 Andrea Ösp Karlsdóttir, 23- 1

2 Edda Dögg Ingibergsdóttir, 25- 2

3 Sólveig Hulda Árnadóttir, 42- 3

 

Fitness kvenna 35 ára +

4 Kristín Kristjánsdóttir, 15- 1

1 Rósa Björg Guðlaugsdóttir, 30- 2

2 Kristín Jóhannsdóttir, 45- 3

3 Laufey Hreiðarsdóttir, 60- 4

 

Fitness karla unglingaflokkur

1 John Freyr Aikman 22 1

2 Saulius Genutis 27 2

3 Bergur Már Flosason 46 3

4 Theodór Sigurðsson 55 4

 

Myndir í myndasafni fitness.is. Gyða Henningsdóttir tók myndirnar. www.gyda.is Íslandsmótið í vaxtarrækt: Íslandsmótið í fitness 2009:
Hrönn Sigurðardóttiir kann ýmislegt fyrir sér í sviðsframkomu og stöðum. Þessi glæsilega kona stal senunni að vanda í íþróttahöllinni með vandaðri framkomu sinni og fór heim með Íslandsmeistaratitil í vaxtarrækt. Vaxtarrækt kvenna hefur verið sem íþrótt á undanhaldi undanfarin ár, en Hrönn hefur haldið nafni Íþróttarinnar á floti að undanförnu.

Kristín Kristjánsdóttir varði titilinn að þessu sinni og hér færir dóttir hennar henni bikarinn.
Andrea sigraði í unglingaflokki fitness kvenna.
John Freyr Aikman fagnar sigrinum í unglingaflokki fitness karla.
Magnús Bess, nýorðinn fertugur hefur líklega aldrei verið í jafn góðu formi, enda sigraði hann í sínum flokki á opnu alþjóðlegu móti sem nefnist Oslo Grand Prix um síðustu helgi.
Magnús Samúelsson sigraði í -90 kg flokki.
Þó fámennt væri í sumum vaxtarræktarflokkum að þessu sinni vantaði ekki kjöt á beinin.
Klukkan 18.00, laugardaginn 11. apríl hefst úrslitakeppnin í opnum fitnessflokkum karla og kvenna og módelfitness. Keppnin fer fram í Íþrótthöllinni á Akureyri.