Geta hjartans til að dæla blóði er mikilvægasti mælikvarðinn á líkamlega hreysti. Þolþjálfun ræðst af getu hjartans til að dæla blóði í hverju hjartaslagi, blóðmagninu í hjartanu, styrk hjartavöðvans og stærðinni á hjartahólfinu. Kreatín einhýdrat útvegar orku í vöðvaátök og stuðlar að nýmyndun prótína. Eins og oft hefur komið fram er kreatín vinsælasta fæðubótarefni heims vegna áhrifa þess á getu íþróttamanna. Læknar hafa sömuleiðis bent á að það sé gagnlegt sem hluti meðferðar við ákveðnum sjúkdómum, þar á meðal hjartabilun.

Kreatín er vinsælasta fæðubótarefni heims vegna áhrifa þess á getu íþróttamanna.


Vísindamenn við háskólann í Suður Karólínu sögðu nýverið frá niðurstöðum rannsókna sem sýndu fram á betra ástand hjartavöðva í rottum eftir að þær fengu fæðubótarefni með kreatíni og gengust undir þjálfun. Meðferðin gerði rottuhjörtun skilvirkari þannig að átök urðu fyrirhafnarminni. Rottuhjörtun höfðu einnig myndað meira prótín en samanburðarhópur. Niðurstaðan þykir merkileg og þykir sýna hversu öflugt fæðubótarefni kreatínið er þar sem hver rannsóknin á fætur annarri lofar góðu.

(Eur J Appl Physiol, 89:26-33)