JohannThorIMG_6284Fæðingarár: 1988
Bæjarfélag: Reykjavík
Hæð: 179 sm
Þyngd: 81 kg
Keppnisflokkur: Fitness karla, Sportfitness
Heimasíða: https://www.facebook.com/joithorfridgeirs
Atvinna: Uppeldis og meðferðafulltrúi á skammtímavistun fyrir unglinga.

Keppnisferill:

6 sæti, fitness karla 2011
5 sæti, fitness karla 2012
3 sæti, sportfitness 2014

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?

Það var ansi margt sem spilaði þar inní. Hafði fylgst með fitnessinu síðan ég var lítill gutti og langaði alltaf mikið til að prófa, þurfti að hætta þeirri íþrótt sem ég stundaði vegna meiðsla en gat ekki setið aðgerðarlaus svo líkamsræktin varð fyrir valinu og þá vissi ég í raun hvert næsta skref yrði.  Kærastan braut ísinn í nóv 2010 svo þá var allt sett í botn fyrir apríl 2011.

Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?

Ég æfi eftir æfingarplönum Konráðs Vals Gíslasonar og líkar það mjög vel því þar er mikil fjölbreytni, við duglegir að setja inn nýjar æfingar og líkamanum skipt vel niður.
Utan keppnistímabils er ég að æfa 6 sinnum í viku og tek mér 1 hvíldardag og reyni yfirleitt að hafa það sunnudaga til að hafa það kósý með fjölskyldunni.
Á keppnistímabili breyti ég aðeins til síðustu metrana fyrir mót og bæti inn brennslu og æfi því tvisvar á dag og tek auka maga, kálfa og nota kalda pottin í laugum grimmt! En reyni að halda inni einum hvíldardegi.

Grófleg lýsing á því hvernig æfingar hafa verið undanfarið:
Mánudagur: Brjóst og tvíhöfði
Þriðjudagur: Framanverð læri og kálfar
Miðvikudagur: Bak
Fimmtudagur: Axlir
Föstudagur: Handleggir
Laugardagur: Aftanverð læri og kálfar
Sunnudagur: hvíld
Síðan reyni ég að taka kvið 3 – 4 sinnum í viku

Hvernig er mataræðið?

Ég borða almennt mjög hollt og forðast unnin mat og almennt draslfæði. Utan keppnistímabils mætti segja að ég lifi á Gló, Serrano og hollum heimatilbúnum mat þó svo maður leyfi sér alveg nammidaga. Í niðurskurðinum er mataræðið mjög svipað og hjá öllum öðrum en þar er númer 1,2 og 3 að svindla ekki.

Seturðu þér markmið?

Að sjálfsögðu annað þætti mér út í hött. Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið en á sama tíma verða þau að vera raunsæ, það er allavegana mín skoðun. Ef þú setur þér óraunsæ eða of stór markmið mun það gera fátt annað en að brjóta og draga þig niður. Ef markmiðin eru raunsæ og smærri er mun líklegra að þér muni takast að afgreiða þau og því fylgir bara jákvæðni og aukinn vilji.

Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?

Oftast er það nú unnustan sem sparkar í rassgatið á manni ef maður dettur í vælið. En á sama tíma er ég duglegur að setja mér markmið og maður þarf ekki mikið meira en að hugsa dæmið til enda til þess að rjúka af stað.  Ef ég má nefna fyrirmyndir þá eru þeir tveir sem ég horfi mikið til þó þeir tengist þessu sporti lítið sem ekki neitt og eru það: Gunnar Nelson æskuvinur minn og Fannar Þór bróðir minn. Af hverju? vegna þess að þeir eru hógværðin uppmáluð, jarðbundnir, raunsæir og með keppnisskap til að drepa fyrir.

Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.