Það er óhætt að segja að íslenskir keppendur hafi verið virkir í þátttöku á erlendum mótum í fitness. Haldin eru fjölmörg mót á vegum IFBB – Alþjóðasambands líkamsræktarmanna á hverju ári og á árinu 2019 tóku íslenskir keppendur þátt í 17 mótum.

 • Arnold Africa 2019
 • Diamond Cup í Cancun Mexico
 • Diamond Cup Italy
 • Diamond Cup Lissabon
 • Diamond Cup Luxembourg
 • Diamond Cup Prague
 • Diamond Cup Warsaw
 • Diamond Cup Malta
 • Evrópumót Santa Susanna
 • Heimsmeistaramót í Tarragona
 • IFBB English Grand Prix
 • IFBB European Fit Model Championships Latvia
 • IFBB Miami Grand Prix, USA
 • IFBB Nafplio Classic, Grikklandi
 • IFBB Sweden Grand Prix
 • IFBB World Cup Taarragona

Íslandsmót 11. apríl 2020

Íslandsmótið verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri um páskana, 11. apríl. Í flestum tilfellum er það frammistaða keppenda á Íslandsmótinu sem ræður mestu um keppnisrétt erlendis. Það eru því margir þessa dagana að ákveða hvort þeir stefni á að keppa á Íslandsmótinu og jafnvel á einhverju alþjóðlegu móti í kjölfarið.