Íþróttamaður ársins meðal líkamsræktarfólks verður kynntur á Íslandsmótinu 6. apríl í Háskólabíói. Nokkuð margir koma til greina að þessu sinni og er ætlunin að kynna þrjá efstu eins og undanfarin ár.
Við val á íþróttamanni ársins er horft til fjölda atriða á borð við árangurs i keppnum á árinu 2011 og sá árangur er metinn með hliðsjón af styrkleika þeirra móta sem keppt var á og fjölda keppenda í flokkum. Einnig er horft til framkomu, reglusemi og þess hvort viðkomandi sé íþrótt sinni til fyrirmyndar. Það er nefnd dómara sem velur íþróttamann ársins með hliðsjón af ofangreindum atriðum.
Þeir sem koma til greina i þrjú efstu sætin eru eftirfarandi í stafrófsröð:
Alexandra Sif Nikulásdóttir
4. sæti Íslandsmót í módelfitness (keppendur 21)
8. sæti í sínum hæðarflokki á Arnold. (keppendur 30)
1. sæti á Bikarmóti í fitness + 163 cm (keppendur 9).
Gauti Már Rúnarsson
2. sæti fitness karla Íslandsmót (12 keppendur)
1. sæti fitness karla – 180cm á Osló Grand Prix. (9 keppendur)
Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir
1. sæti Íslandsmót -163 cm (6 keppendur)
6. sæti á Osló Grand Prix í flokki – 163 cm (16 keppendur)
6. sæti á Arnold Evrópu í -163 cm flokki (12 keppendur)
Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir
4. sæti Íslandsmót í módelfitness – 167 cm (25 keppendur)
1. sæti bikarmót – 163 cm (13 keppendur)
1. sæti heildarkeppni bikarmót.
Jóna Lovísa Jónsdóttir
1. sæti Íslandsmót vaxtarrækt (3 keppendur)
1. sæti Osló Grand Prix Classic bodybuilding – 163 cm. (2 keppendur)
1. sæti fitness Bikarmót + 35 ára (4 keppendur) 1. sæti heildarkeppni.
Magnús Bess júlíusson
1. sæti Íslandsmót vaxtarrækt (4 keppendur)
3. sæti Evrópumót + 40 ára -100 kg (6 keppendur)
1. sæti bikarmót 100 kg flokkur (2 keppendur) 1. sæti Bikarmót heildarkeppni í vaxtarrækt.
Kristján Geir Jóhannesson
1. sæti fitness karla Íslandsmót (12 keppendur)
4. sæti fitness + 180 cm Osló Grand Prix. (7 keppendur)
Kristín H Kristjánsdóttir
1. sæti Íslandsmót fitness + 35 ára (4 keppendur) 2. sæti Íslandsmót heildarkeppni.
7. sæti Evrópumót fitness + 35 ára (15 keppendur).
1. sæti í opnum flokki fitness á International Austria Cup. (16 keppendur).
Ragna Gréta Eiðsdóttir
1. sæti Íslandsmót unglinga í módelfitness (8 keppendur)
1. sæti Bikarmót unglinga í módelfitness (15 keppendur). 2.sæti í heildarkeppni í módelfitness bikarmót.
Rannveig Kramer
1. sæti Íslandsmót fitness + 163 cm (12 keppendur) 1. sæti Íslandsmót fitness heildarkeppni.
2. sæti + 163 cm fitness Osló Grand Prix (15 keppendur)
6. sæti Arnold Evrópa fitness + 163 cm (11 keppendur)
Niðurstaðan verður kynnt á Íslandsmótinu.