Forkeppni Íslandsmótsins í fitness fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Til úrslita keppa 15 konur og 17 karlar í hörkuspennandi úrslitakeppni sem fram fer í kvöld – laugardagskvöld og hefst kl 17.00. Keppendur eru í góðu formi og vægt til orða tekið að stefni í hörku keppni enda jafnt á með mönnum.
Í forkeppninni var Pétur Friðriksson með flestar upphýfingar og dýfur, eða alls 71 og annar varð Sigurbjörn Ingi Guðmundsson með 64.
Komnar eru myndir frá Myndrún ehf í myndasafnið frá forkeppninni og staðan í æfingum karla er hér á eftir. Í formfitness kvenna eru margir góðir keppendur og greinilegt að þetta keppnisform er komið til að vera. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Íþróttahöllina á laugardagskvöld til að fylgjast með spennandi úrslitakeppni.Staðan í æfingum sem gilda 25% í heildarkeppninni:
| Upptog | Dýfur | Samtals | Sæti | ||
| Pétur Friðriksson | 29 | 42 | 71 | 1 | |
| Sigurbjörn Ingi Guðmundsson | 25 | 39 | 64 | 2 | |
| Gunnar G. Magnússon | 24 | 37 | 61 | 3 | |
| Erlingur Guðmundsson | 20 | 40 | 60 | 4 | |
| Pálmi Þór Erlingsson | 25 | 30 | 55 | 5 | |
| Sigurður Örn Sigurðsson | 25 | 29 | 54 | 6 | |
| Gísli Þrastarson | 23 | 31 | 54 | 6 | |
| Jóhann Pétur Hilmarsson | 18 | 35 | 53 | 8 | |
| Einar Ólafur Einarsson | 20 | 31 | 51 | 9 | |
| Rúnar Ingi Kristjánsson | 21 | 29 | 50 | 10 | |
| Bjarni Steinar Kárason | 16 | 32 | 48 | 11 | |
| Sigurkarl Aðalsteinsson | 18 | 30 | 48 | 11 | |
| Þorgeir Ómarsson | 21 | 23 | 44 | 13 | |
| Garðar Sigvaldason | 14 | 27 | 41 | 14 | |
| Baldvin Þeyr Pétursson | 12 | 29 | 41 | 14 | |
| Tómas Guðmundsson | 14 | 26 | 40 | 16 | |
| Arnar Þór Þorláksson | 22 | 17 | 39 | 17 | |



















