Offita og mikið mittismál er vís leið í dauðann samkvæmt niðurstöðum viðamikillar hollenskrar rannsóknar á 20.000 manns. Svonefndur líkamsþyngdarstuðull (Body max index) er reiknaður út frá hlutfalli á milli hæðar og þyngdar. Þessi stuðull þykir gefa nokkuð nákvæmlega til kynna hverjar líkurnar eru á að deyja úr – eða fá hjartasjúkdóm. Karlar með meira en 98 sm mittismál og konur með meira en 86 sm mittismál eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hjarta- og kransæðasjúkdóma. Eins og það nægi ekki, þá sýndi rannsóknin líka fram á tengsl mikils mittsmáls við risvandamál, minni kynorku, meiri blóðfitu, háan blóðþrýsting, aukið insúlínviðnám og sykursýki 2. Þolfimi þykir heppileg til þess að minnka magafitu og mittismál.
(European Journal Cardiovascular Prevention Rehabilitation, 16: 729-734, 2009)