Sterkt fólk lifir lengur og aukinn vöðvamassi stuðlar að hóflegra og reglubundnara blóðsykurjafnvægi líkamans. Til viðbótar má nefna að æfingar með lóð brenna orku og draga þannig úr líkunum á offitu. Þetta eru engar fréttir fyrir þá sem hafa stundað ræktina undanfarin ár og eru sæmilega læsir. Gerð var rannsókn við Southern Main Háskólann í Bandaríkjunum undir stjórn Christopher Scott sem sy?ndi fram á að orkubrennsla eftir æfingar var í beinni fylgni við heildarálagið. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru látnir taka eins margar brekkpressulyftur og þeir gátu með 70, 80 eða 90% hámarksþyngdar einnar lyftu.
Mesta brennslan átti sér stað þegar léttustu þyngdirnar voru notaðar. Ástæðan var sú að endurtekningarnar voru að sjálfsögðu fleiri eftir því sem þyngdin var minni og í heildina var álagið meira því hægt var að lyfta oftar. Það skipti hinsvegar engu máli hvaða þyngdir höfðu verið notaðar þegar athugað var hversu mikil brennslan var eftir æfingar, svonefnd eftirbrennsla. Súrefnisnotkun var mæld til þess að meta brennslu eftir æfingarnar. Ekki mældist neinn munur á eftirbrennslunni óháð því hvaða æfingaaðferð hafði verið notuð.
(Applied Physiology Nutrition Metabolism, 36: 115-120, 2011)