Bikarmótið í fitness 17. nóvember í Háskólabíói

Bikarmót IFBB, alþjóðasambands líkamsræktarmanna fer fram 17. nóvember í Háskólabíói. Haldin verður forkeppni á laugardeginum sem hefst klukkan 11.00 og úrslitin hefjast klukkan 17.00. Tæplega 60 keppendur eru skráðir til keppni.

Innritun, vigtun og mæling keppenda fer fram daginn áður, á föstudeginum í Háskólabíói. Klukkan 19:00 hefst innritun keppenda í fitness- og vaxtarræktarflokkum en klukkan 20:00 hefst innritun í módelfitness.

Dagskrá og keppendalisti verður birtur hér á fitness.is skömmu fyrir mótið.


Um IFBB alþjóðasambandið

Keppt er í 11 keppnisgreinum á vegum IFBB og haldin eru um 2.000 mót á ári á vegum alþjóðasambandsins, þar af tvö hér á landi, Íslandsmótið sem alltaf er haldið um páska og Bikarmótið sem haldið er í nóvember.

IFBB er íþróttasamband og er eina íþróttasambandið hér á landi sem heldur fitnessmót. Alls eiga 197 lönd aðild að IFBB, þar á meðal Ísland. Það er aðili að SportAccord (Heimssamtökum alþjóðaíþróttasambanda), heimsleikunum (IWGA), UNESCO, ICSSPE og ýmsum öðrum virtum alþjóðlegum samböndum og er eina viðurkennda alþjóðlega íþróttasambandið í heiminum sem heldur vaxtarræktar- og fitnessmót og starfar í samræmi við reglur WADA (World Anti-doping Agency).