Undanfarið hafa virtar stofnanir birt ráðleggingar um hversu mikla lágmarkshreyfingu þurfi að stunda til þess að halda sér í formi. Almennt er miðað við að samtals 150 mínútur af hóflegri hreyfingu eða 75 mínútur af erfiðum æfingum á viku geri gæfumuninn.
Paul Williams við Lawrence Berkeley National rannsóknarmiðstöðina í Kaliforníu komst að því að gengin vegalengd var betri mælikvarði á líkamsþyngdarstuðul (BMI) og mittismál heldur en tíminn sem fór í æfingar eða hreyfingu. Ef ætlunin er að léttast er þar af leiðandi betra að ákveða frekar ákveðna vegalengd í stað tíma. Hafðu þetta í huga þegar þú ferð næst út að ganga eða á hlaupabrettið í ræktinni.
(Medicine & Science in Sports & Excercise, 44: 1728-1737, 2012)